top of page

Hópaþjálfun með áherslu á æfingar fyrir einstaklinga með parkinsons en geta hentað fyrir einstaklinga með aðra taugasjúkdóma líka. Með sérhæfðum æfingum er markmiðið að stækka hreyfiútslag og auka hraða hreyfinga en með því má auka gæði hreyfinga, bæta jafnvægi og draga úr byltuhættu.

 

Litlir hópar með 3-4 manns saman þar sem hver og einn þjálfar eftir sinni getu.

 

Þjálfun getur aukið getu þína – jafnvel þótt sjúkdómurinn ágerist.

Umsjón: Halldór Rafn Halldórsson

Þjálfun er mikilvægt meðferðarform

Reynslan bendir til þess að lyfin verði áhrifaríkari og frásogist betur þegar fólk æfir reglulega. Hreyfing bætir þol og heilbrigði, örvar heilann, eykur orku og bætir svefn. Hreyfing bætir jafnvægi líkamans, takt og tímasetningu.

Breyting á hreyfigetu

Parkinsonsjúkdómurinn breytir hreyfimynstri. Skjálfti er algengur. Göngulag getur orðið tiplandi. Jafnvægi getur versnað. Þú getur „frosið“ og fundist fæturnir límdir við gólfið. Með tímanum getur líkaminn haft tilhneigingu til að verða hokinn.

Þessir erfiðleikar valda því að parkinsonsjúklingar hreyfa sig oft minna en aðrir, fara sjaldnar út og hafa minni styrk og þol. Ef maður hreyfir sig of lítið eykst um leið hætta á beinþynningu, sykursýki og hjartasjúkdómum. 

Þjálfun dregur úr hreyfieinkennum

Líkamsþjálfun minnkar hreyfieinkenni sem fylgja parkinsonsjúkdómnum. Hreyfieinkenni eru nátengd hreyfigetu. Algengustu hreyfieinkenni eru hægar og stirðar hreyfingar, vöðvastífleiki, erfiðleikar með jafnvægi og skjálfti.

Þjálfun slær á ekki-hreyfieinkenni

Ekki-hreyfieinkenni kallast þau einkenni sem eru ekki tengd hreyfigetu. Meðal þeirra eru hægðatregða, þreyta, þunglyndi og svefntruflanir. Þú getur líka tapað áhuga og frumkvæði til að gera hluti. Auk þess finna margir fyrir svonefndum hugrænum vandamálum. Hugræn vandamál ná yfir erfiðleika sem snerta athygli, sveigjanleika, einbeitingu, minni og getu til að leysa vandamál, auk vandkvæða við að halda einbeitingu og yfirsýn.

Parkinsonsþjálfun

Heimild: Parkinsonsfélagið

bottom of page