top of page

Gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun 1. júlí 2017                         

 - Nánar: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/thjalfun-vegan-endurhaefingar/sjukrathjalfun/

Skv. reglugerð nr.314/2017 og rammasamningi um sjúkraþjálfun

 

Sjúkratryggðir greiða 90% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun. Veita má sjúkratryggðum sjúkraþjálfun án beiðni, að hámarki 6 skipti á ári. Í almanaksmánuði greiðir sjúkratryggður að hámarki kr.24.600 fyrir heilbrigðisþjónustu, en í hverjum mánuði að lágmarki kr. 4.100. 

Aldraðir og öryrkjar greiða 60% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun. Veita má sjúkratryggðum sjúkraþjálfun án beiðni, að hámarki 6 skipti á ári. Í almanaksmánuði greiða aldraðir og öryrkjar að hámarki kr. 16.400 fyrir heilbrigðisþjónustu en að lágmarki kr.2.733. 

Börn 2ja-17 ára greiða ekkert gjald fyrir þjálfun gegn framvísun beiðni, annars greiða þau 30% af gjaldi sjúkratryggðra. 

Börn yngri en 2ja ára og börn með umönnunarmat greiða ekkert fyrir þjálfun. Börn með sama fjölskyldunúmer teljast sem einn einstaklingur og greiða börn sömu fjölskyldu kr. 16.400 fyrir heilbrigðisþjónustu að hámarki í hverjum almanaksmánuði og kr.2.733 að lágmarki. 

 *Þung meðferð: Átt er við meðferð sjúklinga með útbreidd eða flókin vandamál sem eru mun umfangsmeiri en í almennri meðferð. Þetta á við um einstaklinga sem eru með miklar og útbreiddar hreyfiskerðingar og eru verulega háðir aðstoð við hreyfingar og flestar athafnir í daglegu lífi. Til dæmis miki. andlega- eða líkamlega fatlaða einstaklinga, einstaklinga með fjöláverka sem valda verulegri hreyfi- og færniskerðingu og þá sem orðið hafa fyrir skaða á miðtaugakerfi sem veldur útbreiddri hreyfi- og færniskerðingu. 

** Einföld meðferð: Notuð er ein tegund meðferðarforms þar sem leitast er við að beita gagnreyndri vitneskju á aðferðum innan sjúkraþjálfunar. Gildir einnig fyrir börn yngri en 12 ára 

*** Hópmeðferð I: Tveir til fjórir einstaklingar, með svipuð vandamál eða sömu sjúkdómsgreiningu eru í þjálfun samtímis og skal sjúkraþjálfari vera með þeim allan tímann. 

**** Hópmeðferð II: Fimm eða fleiri einstaklingar, með svipuð vandamál eða sömu sjúkdómsgreiningu en .ó aldrei fleiri en 10, eru í þjálfun samtímis og skal sjúkraþjálfari vera með þeim allan tímann. 

ATH: Einföld meðferð og hópmeðferð. telst sem hálf meðferð af heimild. 

bottom of page